2020 – árið sem sjávarútvegurinn hefði átt að skila sínu

Arnar Atlason

Arnar Atlason skrifar um vendingar í sjávarútveginum á árinu sem er að líða.

Nú er senn að baki árið 2020. Öll vitum við hvað ein­kenndi það og mót­aði okkar líf.

Sam­dráttur í þjóð­ar­fram­leiðslu, aukið atvinnu­leysi og veik­ing krón­unnar eru allt afleið­ingar ástands­ins sem varir og því við­fangs­efni sem við okkur öllum blasa. Þar kemur sjáv­ar­út­veg­ur­inn meðal ann­ars inn eða ætti í það minnsta að ger­a.

Þessi grunnatvinnu­grein okkar og langstærsta ein­staka auð­lind gæti nefni­lega spilað mun stærri rullu en hún gerir í raun. Á árinu jókst útflutn­ingur starfa vegna vinnslu sjáv­ar­af­urða frá land­inu. Að sama skapi hefðu þjóð­hags­legar tekjur okkar getað verið mun meiri af auð­lind­inni, hefðu sam­keppn­is­sjón­ar­mið verið tryggð.

Árið 2020 ætti að vekja ráða­menn til umhugs­unar um hlut­verk sjáv­ar­út­vegs­ins í íslenskum veru­leika.

Sam­herji – Namibía

Upp­haf árs­ins mót­að­ist mjög af umfjöllun og ákærum vegna starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Sam­herji og starfs­menn félags­ins hafa síðan hlotið stöðu grun­aðra. Namib­íu­málið fjallar meðal ann­ars um mút­ur, und­ir­verð­lagn­ingu og skattaund­an­skot Sam­herja.

Málið í heild sinni er álits­hnekkir fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg, hvort sem sekt verður sönnuð eður ei, enda er Sam­herji flagg­skip Íslend­inga þegar að sjáv­ar­út­veg­inum kem­ur. Við Íslend­ingar höfum jafn­framt á und­an­förnum árum barið okkur á brjóst þegar kemur að sjáv­ar­út­vegi og talið okkur fyr­ir­mynd ann­arra. Það sem að mínu viti ætti þó að standa upp úr umræðu þess­ari, er sú stað­reynd að Namib­íu­málið gerð­ist ekki óvart. Málið er miklu frekar afleið­ing af inn­ræt­ingu íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í íslensku sjáv­ar­út­vegs­kerfi, sem er þar af leið­andi ekki til sér­legrar eft­ir­breytni. Lík­indin með því sem Sam­herj­a­menn er grun­aðir um í Namibíu eru nefni­lega mikil með því sem á sér stað hér heima. Namibía er eins konar afleið­ing af þróun sjáv­ar­út­vegs­kerfis á Íslandi sem byggir á fákeppni, sam­keppn­is­brota­löm­um, fámenni lands­ins og veikri stefnu­mótun stjórn­valda.

Skýrsla um afleið­ingar og aðdrag­anda banka­hruns er lið­lega 10 ára göm­ul. Síðan þá er búið að skrifa skýrslu um skýrsl­una. Lík­indin með aðdrag­anda banka­hruns­ins og þró­un­inni í íslenskum sjáv­ar­út­vegi und­an­farið eru umtals­verð. Skortur á eft­ir­liti og traust á virkni kerf­is­ins er nán­ast algjört.

Grá­sleppu­kvóti

Þegar þessi orð eru rituð í lok árs 2020 hefur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra náð að stofna til nokk­urrar úlfúðar innan Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Innan LS takast ann­ars vegar á öfl sem vilja kvóta­út­hlutun á grá­sleppu og hins vegar þeir sem vilja það ekki. Fyr­ir­komu­lag veið­anna hefur verið með þeim hætti að dögum hefur verið jafnt úthlutað milli lands­hluta og þess gætt að engin beri skarðan hlut frá borði. Þetta árið brást ráðu­neytið þó í þessu hlut­verki og mik­ill mis­brestur varð á að jafn­ræðis væri gætt. Hvers vegna er ég hér að velta þessu upp? Jú, grá­sleppan er ein af örfáum teg­undum við Íslands­strendur sem enn syndir frjáls utan kvóta­kerf­is. Þegar maður nú verður vitni að storm­inum í kringum þessa til­raun til kvóta­setn­ing­ar, áttar maður sig á því að maður hefur ítrekað á þessum árum sem maður hefur starfað við íslenskan sjáv­ar­út­veg orðið vitni að svip­uðum atburð­u­m.

Kvóta­setn­ing byrjar ætíð með ein­hvers konar skorti, í þessu til­felli til­búnum skorti. Hlut­að­eig­andi sjó­menn sjá sér þar af leið­andi tæki­færi til verð­mæta­aukn­ingar til skamms tíma með sölu eigna í kjöl­far kvóta­setn­ingar og mögu­lega útleið úr grein­inni. Það sem á eftir fylgir er svo und­an­tekn­ing­ar­laust þróun í átt til fákeppni, nei­kvæð byggða­þróun og minnk­andi jákvæð áhrif á þjóð­ar­af­komu sökum mark­aðs­brest­anna. Í ár nýttu um 200 bátar rétt til veiða á grá­sleppu og afl­inn var um 5000 tonn. Ef grá­sleppan verður kvóta­sett má gera ráð fyrir því að bátum og störfum fækki um allt að 90% og að veiðar á henni muni ekki ná helm­ingi þess afla sem náð­ist í land þetta árið. Þessu til stuðn­ings þá var með­al­afli þorsks við Ísland 30 árin áður en kvóta­kerfi var tekið upp 409 þús­und tonn per ár. Með­al­afli þorsks við Ísland síð­ustu 30 ár eru 222 þús­und tonn per ár. Um fjölda báta í flota okkar þarf ekki að fjöl­yrða.

Strand­veiðar og við­bót­ar­dagar

Strand­veiðar eru önnur teg­und veiða utan kvóta­kerf­is. Veið­arnar eru stund­aðar á sumrin með mjög tak­mörk­uðum hætti. Ein­ungis er veitt fjóra daga vik­unnar auk þess sem veið­arnar eru tak­mark­aðar af hámarks dagsafla og tak­mörk­uðu heild­ar­afla­marki strand­veiði­flot­ans. Um miðjan ágúst­mánuð lá fyrir að afla­mark það sem ætlað var til veið­anna myndi ekki duga til loka mán­að­ar­ins. Mynd­að­ist þá þrýst­ingur á ráð­herra að bæta við nálægt 1000 tonnum til þess að forða atvinnu­leysi hjá hópn­um. Þessi sömu tonn höfðu fallið dauð niður árið áður þar sem afli náð­ist ekki það árið. Ákvörðun þessi hefði átt að vera auð­veld enda góð leið til að minnka atvinnu­leysi til skamms tíma og auka tekj­ur. Sú ákvörðun ráð­herra að verða ekki við beiðni þess­ari kom aftur á móti ekki á óvart.

Útflutn­ingur á óunnum afla

Hvernig hljómar það að sjáv­ar­út­vegs­þjóðin Ísland, tækni­væddasta sjáv­ar­út­vegs­þjóðin með flottasta fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið og mesta sjálfs­á­lit­ið, skuli flytja 50-55 þús­und tonn af fiski til vinnslu erlendis á einu ári? Hvernig má það vera að um 8% af verð­mætasta stofn­inum okkar þorsk­inum sé þannig fyrir kom­ið? Hvernig má það vera að aukn­ing á þess lags útflutn­ingi á þorski hafi auk­ist um 80% á milli áranna 2019 og 2020? Hvernig má það vera að til þess sé ekki horft á árinu 2020 að auka atvinnu hér heima tengda sjáv­ar­út­vegi?

Hér verður ekki talað fyrir höft­um. Sá sem þessa grein skrifar hefur fulla trú á frelsi í við­skipt­um. Það skal þó sagt að til þess að ná mark­miðum um auk­inn þjóð­ar­hag, byggðan á hag­vexti, þarf að skoða kerfið okk­ar. Kerfið inni­heldur hvata til útgerð­ar­manna sem geta unnið á móti þjóð­ar­hag. Jafn­framt skal bent á að fjöldi leiða er til hvata í átt að auk­inni vinnslu og auk­inni þjóð­ar­fram­leiðslu. Gríð­ar­legur þjóð­ar­hagur felst í því að mörkuð verði stefna til auk­innar virð­is­sköp­unar hér heima. Vöru­merkið Ísland á að vera leið­ar­ljós í þeirri stefnu­mótun sem ein­ungis stjórn­völd geta leitt.

Sam­keppn­is­mál

Lands­réttur kvað upp dóm í áfrýj­uðu máli Mjólk­ur­sam­söl­unnar í mars á þessu ári, þar sem sekt MS var stað­fest. Málið byggir á áliti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá árinu 2016 á þá leið að MS hefði með alvar­legum hætti brotið gegn banni í sam­keppn­is­lögum við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu. Málið hlaut ekki sér­stak­lega mikla umfjöllun í fjöl­miðlum en er athygl­is­vert.

Sér­stak­lega er það þó athygl­is­vert í sam­hengi við sjáv­ar­út­veg­inn en Sam­keppn­is­eft­ir­litið gaf árið 2012 út álit sem fjallar um lóð­rétt sam­þætt útgerð­ar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki. Lík­indin með þeim fyr­ir­tækjum og sam­stæðu MS eru mikil og sér­stak­lega athygl­is­verð, sér­stak­lega  í því ein­falda ljósi sem varpa má á málið með því að SE talar um stærstu íslensku útgerð­ar­fé­lögin sem lóð­rétt sam­þætt fyr­ir­tæki sem inni­fela hættu á innri und­ir­verð­lagn­ingu. Á sama tíma tala þau sjálf um sig sem virð­is­keðju sem sé órjúf­an­leg og óend­an­lega mik­il­væg fyrir íslenskt sam­fé­lag. For­dæmi um slíkar keðjur í mann­kyns­sög­unni eru það mörg að fólk ætti að hrökkva við þegar slíkt er nefnt með jákvæðum for­merkj­um.

Nefnd um ljótu hliðar sjáv­ar­út­vegs­ins

Í jan­úar 2019 skil­aði Rík­is­end­ur­skoðun úttekt um Fiski­stofu. Þar var bent á að Fiski­stofa hefði ekki rækt hlut­verk sitt við eft­ir­lit með yfir­ráðum tengdra aðila. Við sem með sjáv­ar­út­vegi fylgj­umst vitum að þetta þýðir það að í íslenskum sjáv­ar­út­vegi halda nú þrjár stærstu blokk­irnar á fast að helm­ingi veiði­heim­ilda okk­ar. Nýjar tölur benda til þess að þessi tala sé allt að 43%. Ráðu­neytið setti á stofn sér­staka verk­efna­stjórn í kjöl­far úttekt­ar­innar sem skyldi huga að þremur ljótum hliðum kerf­is­ins; sam­þjöpp­un, brott­kasti og brotum á reglum um vigt­un. Til­lögur sem verk­efna­stjórnin skil­aði af sér á árinu eru svo veikar að einn af þremur mönnum í verk­efna­stjórn­inni skil­aði sér­at­kvæði um álit­ið. Þing­mað­ur­inn Páll Magn­ús­son hefur síðan komið fram með frum­varp um sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi. Páll lét af því til­efni hafa eftir sér í lok nóv­em­ber: „Með öðrum orðum það gengur ekki fyrir stórt fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, sem væri kannski komið upp undir þessi mörk, 12 pró­sent, að kaupa síðan 49 pró­sent í öðru stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki án þess að sá hlutur teld­ist með þeim afla­heim­ildum sem fyr­ir­tækið átti fyr­ir. Með öðrum orðum að koma í veg fyrir frek­ari sam­þjöpp­un.“

Ljóst er að stefnu­leysi ríkir varð­andi íslenskan sjáv­ar­út­veg. Margir þing­menn telja að best sé að treysta útveg­inum fyrir auð­lind­inni, meðan aðrir sjá að svo er alls ekki.

Skaða­bóta­málið

Um páska­helg­ina birti Krist­ján Þór Júl­í­us­son svar við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttir um bóta­kröfu útgerða vegna mak­rílút­hlut­un­ar. Þar kom fram að til­teknar útgerðir hafi sett fram skaða­bóta­kröfu á íslenska rík­ið. Skaða­bótakrafan hljóð­aði upp á rúma 10 millj­arða. Síðan þá hafa mál þró­ast á þann veg að eitt­hvað hefur hljóðnað yfir kröf­unni. Stað­reynd máls­ins er þó sú að Hæsti­réttur felldi dóm í mál­inu sem skaða­bóta­málið byggir á. Þar kom fram að þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra var óheim­ilt að úthluta mak­ríl­kvóta með þeim hætti sem hann gerði. Bótakrafan er því sterk og hlýtur að kalla á end­ur­skoðun laga, sem snúa að grund­vall­ar­rétt­indum fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins.

Like

Fés­bókin er af mörgum talin helsti vett­vangur þjóð­fé­lags­um­ræðu sam­tím­ans. Nú í lok árs bár­ust þaðan stór­tíð­indi. Krist­ján Þór Júl­í­us­son hafði þar líkað við gagn­rýna umfjöllun um rann­sókn­ar­vinnu og umfjöllun RÚV um Sam­herj­a­málið svo­kall­aða. Sam­kvæmt skil­grein­ingum dóm­stóla þykir full­víst að með því lýsi hann því yfir að hann sé sam­mála. Gagn­rýnin umfjöllun um stærstu fyr­ir­tæki lands­ins er óþol­andi. Þetta minnir mig á lend­ingu manns­ins á tungl­in­u.

Eitt lítið pikk fyrir mann á lykla­borð, ein risa­stór upp­ljóstrun fyrir heila sjáv­ar­út­vegs­þjóð.

Höf­undur er for­maður Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda.

Deila:

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Auðlindaákvæði

Fleiri greinar

Þjóðskáldið segir sína skoðun

Hverju mannsbarni er kunnugt að úr innsta valdahring Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og

Kvótaþegarnir gegn almenningi

Skýrasta og jafnframt mikilvægasta dæmið úr íslenskum veruleika eru deilurnar um auðlindarentu í sjávarútvegi. Þar