Aðallinn veiðir sér til gamans

Útgerðarmenn telja að fiskimiðin séu þeirra eign. Lagaákvæðið um „sameign þjóðarinnar“ sé merkingarlaust. Stjórnmálamenn hafa í áratugi úthlutað lokuðum hópi vina sinna veiðiheimildum, fyrst endurgjaldslaust og svo gegn málamyndagjaldi. Þess vegna séu miðin eign útgerðaraðalsins og erfast eins og aðalstign í Bretlandi. Kvótakerfinu hefur verið líkt við íbúð sem eigandinn lánar auralitlum námsmanni, án endurgjalds. […]

Þjóðareign er orð sem menn hrasa um viljandi þegar hentar þeirra hagsmunum.

Tveir bræður föður míns létust við sjósókn. Einn við það að togvír slitnaði sem klippti á líf tveggja skipverja, hinn frændi minn fórst í ofsaveðri. Afi minn var kallaður til þegar lík rak á land í kjölfar strands til að sjá hvort hann bæri þar kennsl á son sinn. Hann taldi svo vera en gat […]

Þjóðskáldið segir sína skoðun

Hverju mannsbarni er kunnugt að úr innsta valdahring Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Miðflokks (sem er reyndar söfnuður fremur en stjórnmálaflokkur) liggja gagnvegir til íslenzka útgerðarauðvaldsins. Það auðvald hefur slíkt steinbítstak á þessum stjórnmálasamtökum að ókleift virðist vera enn sem fyrr að festa með skýrum orðum í stjórnarskrá þá ályktun alls þorra landsmanna […]

Kvótaþegarnir gegn almenningi

Skýrasta og jafnframt mikilvægasta dæmið úr íslenskum veruleika eru deilurnar um auðlindarentu í sjávarútvegi. Þar hafa tiltölulega fáir aðilar, þ.e. kvótaþegar, mikla hagsmuni af því að viðhalda núverandi kerfi, sem felur í grundvallaratriðum í sér að ríkið afhendir þeim aðganginn að auðlindinni, þ.e. fiskveiðikvótana, ókeypis eða gegn málamyndagjaldi. Þeir geta síðan gert það sem þeir […]

Sá sem samþykkir þetta er samherji í raun

Þegar ég var í menntaskóla lásum við stuttar sögur á þýsku. Ein hét Nur ein Komma, eða Aðeins ein komma. Hún var á þessa leið: Kennari sat einn í lestarklefa og sá að það hafði verið skrifað á vegginn: Wer dies liest ist ein Esel. [Sá, sem les þetta er asni]. Kennaranum leið hroðalega að sjá krotið, […]

HVERNIG HAGSMUNAÖFLIN STJÓRNA

Eftir ummæli Seðlabankamanna um að hagsmunaöfl stjórni Íslandi kom í ljós að einhverjir átta sig ekki á með hvaða hætti það gerist. Auðvelt ætti að vera að nefna hvernig hagsmunaöfl dæla milljörðum á milljarða ofan í fjölmiðla í þeirra eigu í því skyni að móta skoðanir þjóðarinnar og fá þingmenn til að ganga í þeirra […]

Virk eða óvirk þjóðareign?

Eftir samtöl forsætisráðherra í þrjú ár við formenn annarra flokka stendur VG eitt að flutningi stjórnarskrárfrumvarps. Forsætisráðherra fékk í byrjun samstöðu um það verklag að ræða afmörkuð svið stjórnarskrárinnar og að flutt yrðu sérstök frumvörp um hvert og eitt þeirra. Jafnframt var sagt að frumvörpin yrðu annað hvort flutt í sátt eða með auknum meirihluta. […]

Dapurlegar hliðstæður

Fortíð okkar skráða í sögu þarf að halda á lofti og túlkun á reynslu kynslóðanna og framgöngu forystumanna lærdómsrík. Viðbrögð þjóða við nýjum aðstæðum eða áskorunum helgast af reynslu kynslóða liðinna alda. Við endurtökum keimlík viðbrögð við nýjar og breyttar aðstæður og uppskerum eftir því. Það er því gagnlegt að grannskoða og endurmeta atburði sem […]

Hvenær er mælirinn fullur?

Hvernig fynd­ist þér, les­andi góð­ur, ef þú fengir heim­sókn á hverri nóttu af inn­brots­þjófi sem hirti hjá þér ein­hver verð­mæti sem þú þyrftir svo að kaupa dag­inn eft­ir. Stundum myndi sjón­varpið hverfa og þú myndir kaupa nýtt dag­inn eft­ir. Síðan hyrfi far­tölva og hana myndir þú kaupa nýja og síðan á hverri nóttu myndi þetta […]