Um Þjóðareign

„Því meðan til er böl sem bætt þú gast, og barist var meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna.“

Tómas Guðmundsson

ÞJÓÐAREIGN er hópur fólks sem stóð vorið 2015 fyrir undirskriftasöfnun gegn „makrílfrumvarpinu“ svokallaða þegar stjórnvöld ætluðu að afhenda útgerðarmönnum í reynd varanlega heimild til að veiða makríl án þess að tryggja eign þjóðarinnar eða fullt gjald fyrir veiðiheimildina. Í undirskriftasöfnuninni fólst áskorun til forseta Íslands um að vísa makrílfrumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu ef það yrði samþykkt á Alþingi. Þátttaka í undirskriftasöfnuninn varð ein sú mesta sem orðið hefur á Íslandi í sambærilegum undirskriftasöfnunum svo stjórnvöld afréðu að draga frumvarpið til baka og aldrei reyndi á vald forsetans um að vísa því til þjóðarinnar.  

Að ÞJÓÐAREIGN standa Agnar K. Þorsteinsson tölvumaður, Bolli Héðinsson hagfræðingur, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Jón Sigurðsson fyrrv. skólastjóri, Jón Steinsson prófessor og Þorkell Helgason fyrrv. prófessor. 

Forsvarsmaður í þessu átaki Þjóðareignar er Bolli Héðinsson.